Andspyrna
Ég er valmúginn
Er ekkert val bara kvöl fyrir ykkur
Ég er ál í æðum ykkar
Ríf í mig sálina og frelsinu svipti
Ég er siðlaust yfirvald
Held ykkur niðri og í tangarhaldi

Þú veist og þekkir mig en horfir ekki í augu mér
Þú veist og þekkir mig en lætur sem sá er ekkert sér

Ég er menningin sem skyggir á þína eigin
Þar sem þú horfir, þarft ekki að hugsa og ert bara feginn.
Ég er skugginn sem hylur sköpun þína
Þar sem þú þrælar dag sem nótt og hefur engan tíma.
Ég er kreddutrú sem gefur ekkert
Bara tekur og tekur og tekur og tekur
Ég er andleysið sem drepur alla von
Og smitast síðan yfir á þinn eigin næsta son

Þú veist og þekkir mig en horfir ekki í augu mér
Þú veist og þekkir mig en lætur sem sá er ekkert sér

Þú ert áin sem rennur í sjóinn
Þarft að berjast á móti í öfuga átt
Þú ert neistinn sem tendraði bálið
Þarft að berjast þá stoppar þig afar fátt
Þú ert hluti af mun stærri heild
Haltu áfram og skapaðu þinn eiginn betri heim.


Þú veist og þekkir mig en horfir ekki í augu mér
Þú veist og þekkir mig en lætur sem sá er ekkert sér

 
Einar Rafn
1981 - ...


Ljóð eftir Indra

Andspyrna