Þoli ekki
Ég þoli ekki hatrið,
hvernig það heltekur mig,
lætur mér líða illa,
fær mig til að gera hluti..

Ég þoli ekki þunglyndið,
hvernig það brýtur mig niður,
gerir mig hryggan,
dregur fram tár..

Ég þoli ekki ánægjuna,
hvernig hún endist stutt,
skilur mig alltaf eftir aftur niðri,
lætur mig vanta hana enn meira..

Ég þoli ekki óvissuna,
hvernig hún fer með magann minn,
með allar þessar spurningar
sem enginn orð geta svarað..

Og verst þoli ég ekki ástina,
hvernig hún blandar öllu saman..  
Ari Þór
1985 - ...


Ljóð eftir Ara Þór

Svört Tár
Skæri
Þoli ekki