

Sittu lengur hérna
Og leyfðu augum þínum að hvíla hér
Starandi á hverja einustu ögn
Sem mun elska þig að eilífu
Vertu lengur hérna
Og leyfðu mér að hlusta á þig
Anda létt og rótt og fylgjast með
Brjóstkassa þínum rísa og falla
Fylgdu mér lengra í burtu
Og haltu skjálfandi hendinni í mína
Haltu um hverja einustu ögn
Sem mun elska þig að eilífu.
Yfirgefum aldrei
Þessa nótt, þessa stund
Þessi örfáu andartök
Sem tíminn rekur ekki á eftir okkur
Stöndum hérna saman
Þar til hár okkar grána
Þar til hendur okkar fölna
Og rósirnar fella blöð
Leiddu mig nær ljósinu
Og leyfðu þér að koma með
Fáðu mér hjarta þitt og þú færð mitt
Og ég mun elska hverja einustu ögn
Að eilífu.
Og leyfðu augum þínum að hvíla hér
Starandi á hverja einustu ögn
Sem mun elska þig að eilífu
Vertu lengur hérna
Og leyfðu mér að hlusta á þig
Anda létt og rótt og fylgjast með
Brjóstkassa þínum rísa og falla
Fylgdu mér lengra í burtu
Og haltu skjálfandi hendinni í mína
Haltu um hverja einustu ögn
Sem mun elska þig að eilífu.
Yfirgefum aldrei
Þessa nótt, þessa stund
Þessi örfáu andartök
Sem tíminn rekur ekki á eftir okkur
Stöndum hérna saman
Þar til hár okkar grána
Þar til hendur okkar fölna
Og rósirnar fella blöð
Leiddu mig nær ljósinu
Og leyfðu þér að koma með
Fáðu mér hjarta þitt og þú færð mitt
Og ég mun elska hverja einustu ögn
Að eilífu.