

Hreiðar Logi, Einar Örn,
Ásgeir og Magga Þóra.
Þau eru mikil englabörn
í okkar heimi stóra.
England lögðu undir fót
orlof sitt að nýta,
alltaf kunnu á öllu bót
aldrei voru að kýta.
Frekar þótti fólki djarft
að ferðast með litlu krílin,
en foreldrunum þótti þarft
að þekkjast ferðadílinn.
Heim þau komu í tæka tíð,
tóku á móti Burger og co.
Kanarnir lentu í kuldahríð,
kættust trauðla en hlógu þó.
Á Gullfossi þau gengu út
greyin nærri fatalaus,
í nístingskulda norpuðu í hnút
uns næstum undan þeim fraus.
Eftir mögnuð ævintýr
um alla heima og geima,
Krúsilúsanna ær og kýr,
er´að kúra í hlýjunni heima.
Kveðja, Einar og Marta.
Ásgeir og Magga Þóra.
Þau eru mikil englabörn
í okkar heimi stóra.
England lögðu undir fót
orlof sitt að nýta,
alltaf kunnu á öllu bót
aldrei voru að kýta.
Frekar þótti fólki djarft
að ferðast með litlu krílin,
en foreldrunum þótti þarft
að þekkjast ferðadílinn.
Heim þau komu í tæka tíð,
tóku á móti Burger og co.
Kanarnir lentu í kuldahríð,
kættust trauðla en hlógu þó.
Á Gullfossi þau gengu út
greyin nærri fatalaus,
í nístingskulda norpuðu í hnút
uns næstum undan þeim fraus.
Eftir mögnuð ævintýr
um alla heima og geima,
Krúsilúsanna ær og kýr,
er´að kúra í hlýjunni heima.
Kveðja, Einar og Marta.
Marta dóttir mín hringdi í mig úr vinnu sinni í Afríku og var ég þá nýbyrjaður á heimkomufagnaðarljóði til Möggu minnar á heimasíðu sona hennar. Ég notaði tækifærið og bað Mörtu um aðstoð við að gera ljóðið og kláruðum við það í hálftíma spjalli með öðru og setti ég það síðan inn á barnasíðuna þeirra.