Lítið lag.
Inn í höll og út í hríð
ást og gleði ber.
Endurminning ár og síð
aldrei burtu fer.
Ljós í hjarta lokkar mig
ljúfar myndir á.
Alla mína ævi þig
elska mun og dá.
Himinbreið og höndin smá
heilsa okkur enn.
Norðurljósum neistar frá
nóttu kyssa senn.
Sólin leggst síðust á kvöldin
stjörnurnar blika við ský.
Hún hefur veraldar völdin
og vorið það kemur á ný.
Augun þau tala með tárum
til eru söngvar í þögn.
Gleðin hún grætur í sárum
geymi þig heilögu rögn.
ást og gleði ber.
Endurminning ár og síð
aldrei burtu fer.
Ljós í hjarta lokkar mig
ljúfar myndir á.
Alla mína ævi þig
elska mun og dá.
Himinbreið og höndin smá
heilsa okkur enn.
Norðurljósum neistar frá
nóttu kyssa senn.
Sólin leggst síðust á kvöldin
stjörnurnar blika við ský.
Hún hefur veraldar völdin
og vorið það kemur á ný.
Augun þau tala með tárum
til eru söngvar í þögn.
Gleðin hún grætur í sárum
geymi þig heilögu rögn.