menntun og mannvirðing



Miðvikudagur og meika’ ekki að anda
Morguninn hrjúfur sem salt
Lít við hlið mér, hún lyktar öll af mér
Og lætur mig rifja upp allt.

...................................

Sunnudagur að sötri á bar
Sá ekki annað ráð
Gat ekki vitað að gægðist til mín
gómsæt og forboðin bráð

Bak við þykkan maskarann er þokki
Og það sem hún segir ekki frá...
...segir með því að segja ekki neitt
Og ég veit að það þýðir JÁ

Mánudagur, ég horfi á hana
Hún er týnd, hún er föl
Sem lítið barn hún leggur í flótta
Er augu mín mæt’ hennar kvöl.

Þriðjudagur ég þor’ekki að horfa
En hún þrýstir á huga minn fast
Í litríkri blússu, með lokkandi ásýnd
Hún laðar mig til sín í last.

Sjálfsagt á maður í minni stöðu
Að marka sér ákveðinn skjöld
en mig skeytti það engu er ég skrifað’ á miðann...
“Sjáumst á Karó í kvöld”.

 
vala
1985 - ...


Ljóð eftir völu

menntun og mannvirðing
eftir stund með Hannesi
um stórborgir