Dalaafbrigði tímans
Hvar á að byrja;
hungursneyð fuðrar upp í maganum,
tíminn hneggjar fyrir utan hafið. Sólbaggur smýgur inn óákveðinn með eindæmum. Hvað er það sem fegrar hnúanna innra með fólki sem lætur illa af stjórn í dularfullum heimi lotninga?
Ekkert er eins og það var áður, á sigurför um heiminn.
Hvurslas er eiginlega, hvaðan kemur allt þetta, ég sem hef ómeðvitað legið kylliflatur fyrir ofan garð og neðan hvæsandi mínar eigin ranghugmyndir,
dalaafbrigði,
hverjum hefði legið svo á að skrifta í kapellu morgunroðans fyrir sjálfum sér?
Ekkert.
Hugur fylgir hverju strái sem speglar sig í bak og fyrir og fyrirlitning myrkursins sem blæs og vælir óumflýjanlegar hreyfingar hvers og eins,
Natalatsi,
gufusoðinn einstaklingur hverfur hverju fylgjandi strái hvers þá heldur, að halda fyrirlestur syngjandi afhverju?
Rauður í framan, er það morgunroðinn, skinnroðinn raðar sér í villandi augngotur, fylgjandi hverju sem ekki kemur, þannig syngur fuglinn í dalaafbrigði tímans.  
Indriði
1983 - ...
Hluti af Grunnraunum. 1 af 13 erindum.


Ljóð eftir Indriða

Dalaafbrigði tímans