eftir stund með Hannesi
Þung er stund og þreyttur haus í bleyti
Þráast við að leysa lífsins þraut.
Þó er svarið síst á næsta leyti
Hún sannlega er bugðótt þessi braut.


Því að hugsa líf þitt út í dofann?
Þjarma að öllu því sem er og var.
Sé lífið leikur allt, á leiki ofan
er ljóst það verður loðið, þetta svar.





 
vala
1985 - ...


Ljóð eftir völu

menntun og mannvirðing
eftir stund með Hannesi
um stórborgir