

Þung er stund og þreyttur haus í bleyti
Þráast við að leysa lífsins þraut.
Þó er svarið síst á næsta leyti
Hún sannlega er bugðótt þessi braut.
Því að hugsa líf þitt út í dofann?
Þjarma að öllu því sem er og var.
Sé lífið leikur allt, á leiki ofan
er ljóst það verður loðið, þetta svar.
Þráast við að leysa lífsins þraut.
Þó er svarið síst á næsta leyti
Hún sannlega er bugðótt þessi braut.
Því að hugsa líf þitt út í dofann?
Þjarma að öllu því sem er og var.
Sé lífið leikur allt, á leiki ofan
er ljóst það verður loðið, þetta svar.