Rjúpan við staurinn.
Bak við skuggann leynast oftast gæði,
þessi sem veit um lífsins innstu þræði,
það lét demba úr fötu yfir mig.
því mér gafst aldrei til þess næði,
að fá að lifa í lífinu fyrir þig.
Að staldra við með þér á sumardegi löngum
endaði stöðugt í rykugum vegi þröngum
þó í svita ég reyndi að forðast það.
Það er sama hvað ég á þessari stundu segi,
Ég drukknaði við sérhvert skugga vað.
Ég þvældi um hluti en með hugann hjá þér
og hluti sem voru gerðir úr sjálfum mér
en hlutirnir fóru úr öllum skorðum
Því getur ekki lífið verið með sjálfu sér,
og hætt að vera til með sárum orðum?
þessi sem veit um lífsins innstu þræði,
það lét demba úr fötu yfir mig.
því mér gafst aldrei til þess næði,
að fá að lifa í lífinu fyrir þig.
Að staldra við með þér á sumardegi löngum
endaði stöðugt í rykugum vegi þröngum
þó í svita ég reyndi að forðast það.
Það er sama hvað ég á þessari stundu segi,
Ég drukknaði við sérhvert skugga vað.
Ég þvældi um hluti en með hugann hjá þér
og hluti sem voru gerðir úr sjálfum mér
en hlutirnir fóru úr öllum skorðum
Því getur ekki lífið verið með sjálfu sér,
og hætt að vera til með sárum orðum?