

Sefgrænt eyðiland undirdjúpanna
velkist með straumunum
í máðri ljósbirtu
öldutoppanna
Mitt á milli má sjá
steinana
þar sem þeir flöktandi
kastast til og frá
Óraunverulegir
líkt og þú sem starir oní hyldýpið
og býrð til heim ósnertanlegra orða
velkist með straumunum
í máðri ljósbirtu
öldutoppanna
Mitt á milli má sjá
steinana
þar sem þeir flöktandi
kastast til og frá
Óraunverulegir
líkt og þú sem starir oní hyldýpið
og býrð til heim ósnertanlegra orða