Skammtíma Lygar
Ég vildi að ég hefði einhvern til að losna við
En nú þegar þú lætur mig vera
Er lífið svo allt allt öðruvísi
Svo miklu einfaldara og fallegra

Kristallar lífsins setja svip á tilveru mína
Sem áður var þung og tilgangslaus
Og gleðin hefur tekið völdin
Hjá manneskju sem hafði aldrei kynnst henni áður

En gleðin er skammlíf
Og eftir nokkra daga og nokkrar nætur
Mun önnur byrgði setjast á líf mitt
Og axlir mínar verða blýþungar á ný

En á meðan myrkrið sefur
Og ljósið lýsir mína óförnu vegi
Er tími minn ómetanlegur
Og líf mitt stórkostlegt

Og öll hans orð
Hylla sársaukann sem risti áður svo djúpt
Og lífsþorsti minn kviknar á ný og bankar á nýjar dyr
Ný tækifæri allstaðar

Nú munu nýjar lygar frá nýjum vörum
Falla í minningarhorn heilans
með nýjum loforðum sem brotna og falla
En lygarnar og loforðin eru sannleikurinn
Þangað til hann lýgur aftur.

Sem er eflaust á næsta leiti.

 
Dísa Sigurðardóttir
1989 - ...


Ljóð eftir Dísu Sigurðardóttur

Einsemd
Lygar orða þinna
Gröfin
Hvers virði er vináttan?
Flutt
Ópið
In a place so far away
On the Other Side
How
Allar Fimm
Deep Eyes
Sýndarveruleikinn
Thy
Girl with the Golden Locks
Q no A
These Words
Conclusion
Að elska er vanmetið
Ef...
Þín Sök
Svo Ein
Á miðri leið
Blind
Heaven awaites you
Ertu þarna?
Ég hef alltaf vitað
Haltu í mig 1.hluti
Haltu í mig 2.hluti
Af hverju?
Ef hann kemur
Stórt Vandamál
I love you
All around me
Build me up
Silver and Wine
Forbidden
Ignore me
I\'m just...
Take
Kill me
A place to be me
Stay Quiet with me
The Builder
Waiting
Að eilífu
Skammtíma Lygar
Það er ekkert
Dreymir Þig
Butterflies
Old Pictures
Samtímis
Englar Alheimins
Ungar Stúlkur
Að vera ég
Hefði átt