

Ég vildi að ég hefði einhvern til að losna við
En nú þegar þú lætur mig vera
Er lífið svo allt allt öðruvísi
Svo miklu einfaldara og fallegra
Kristallar lífsins setja svip á tilveru mína
Sem áður var þung og tilgangslaus
Og gleðin hefur tekið völdin
Hjá manneskju sem hafði aldrei kynnst henni áður
En gleðin er skammlíf
Og eftir nokkra daga og nokkrar nætur
Mun önnur byrgði setjast á líf mitt
Og axlir mínar verða blýþungar á ný
En á meðan myrkrið sefur
Og ljósið lýsir mína óförnu vegi
Er tími minn ómetanlegur
Og líf mitt stórkostlegt
Og öll hans orð
Hylla sársaukann sem risti áður svo djúpt
Og lífsþorsti minn kviknar á ný og bankar á nýjar dyr
Ný tækifæri allstaðar
Nú munu nýjar lygar frá nýjum vörum
Falla í minningarhorn heilans
með nýjum loforðum sem brotna og falla
En lygarnar og loforðin eru sannleikurinn
Þangað til hann lýgur aftur.
Sem er eflaust á næsta leiti.
En nú þegar þú lætur mig vera
Er lífið svo allt allt öðruvísi
Svo miklu einfaldara og fallegra
Kristallar lífsins setja svip á tilveru mína
Sem áður var þung og tilgangslaus
Og gleðin hefur tekið völdin
Hjá manneskju sem hafði aldrei kynnst henni áður
En gleðin er skammlíf
Og eftir nokkra daga og nokkrar nætur
Mun önnur byrgði setjast á líf mitt
Og axlir mínar verða blýþungar á ný
En á meðan myrkrið sefur
Og ljósið lýsir mína óförnu vegi
Er tími minn ómetanlegur
Og líf mitt stórkostlegt
Og öll hans orð
Hylla sársaukann sem risti áður svo djúpt
Og lífsþorsti minn kviknar á ný og bankar á nýjar dyr
Ný tækifæri allstaðar
Nú munu nýjar lygar frá nýjum vörum
Falla í minningarhorn heilans
með nýjum loforðum sem brotna og falla
En lygarnar og loforðin eru sannleikurinn
Þangað til hann lýgur aftur.
Sem er eflaust á næsta leiti.