

Ég ætla að hlusta á þetta lag
Þar til hendur mínar hætta að skjálfa
Og augun mín hætta að tindra
Þar til myndin af þér hverfur úr huga mér.
Því augu þín standa föst
Í heilanum á mér
Og allt sem þú sagðir, hvert einasta orð
Er heilagt fyrir mér.
Ef ég reyni að sofna
Þarf ég að gleyma þér,
En ef ég vaki
Gleymi ég þér aldrei.
Og ef mig dreymir þig
Gleymi ég draumnum á morgun.
Ég ætla að horfa á þessa mynd
Þar til fiðringurinn fer úr maganum á mér
Og varir þínar hætta mig að tæla
Þar til lagið hverfur og gleymist.
Því hlátur þinn ómar enn
Í heilanum á mér
Og allt sem frá þér heyrist, hvert einasta hljóð
Er heilagt fyrir mér.
Þar til hendur mínar hætta að skjálfa
Og augun mín hætta að tindra
Þar til myndin af þér hverfur úr huga mér.
Því augu þín standa föst
Í heilanum á mér
Og allt sem þú sagðir, hvert einasta orð
Er heilagt fyrir mér.
Ef ég reyni að sofna
Þarf ég að gleyma þér,
En ef ég vaki
Gleymi ég þér aldrei.
Og ef mig dreymir þig
Gleymi ég draumnum á morgun.
Ég ætla að horfa á þessa mynd
Þar til fiðringurinn fer úr maganum á mér
Og varir þínar hætta mig að tæla
Þar til lagið hverfur og gleymist.
Því hlátur þinn ómar enn
Í heilanum á mér
Og allt sem frá þér heyrist, hvert einasta hljóð
Er heilagt fyrir mér.
Eftir að hafa lofað sér að falla aldrei hratt aftur, gerist það.. aftur. Og ekkert sem er hægt að gera við því.. ekki einu sinni að loka sig af og slökkva á laginu ykkar. Manneskjan stendur enn föst í þér.