Samtímis
Allar mínar gjörðir
Öll mín mistök
Og öll orð sem hafa verið login mér að
Skipta engu máli,
Er ég ligg hér með þér
Og horfi á tímann
Fljóta framhjá
Líkt og hann leyfi okkur
Að liggja aðeins lengur
Og hlusta á grasið gróa.

Hendur þínar eru svo mjúkar
Ég finn þær snerta hár mitt
Og þú greiðir í gegnum flókann
Sem myndaðist í fangi þér

Þennan morgun skal ég geyma
Þar til mínir hinstu andardrættir
Heyrast ekki lengur
Og þar til öll þín orð
Reynast harðasta lygi
Og öll þín umhyggja
Heggur í sár mín.
Þessi morgun er mér mikilvægastur
Allra morgna lífs míns.

Segðu mér frá tímum
Er þú varst lítill drengur
Og vissir ekki af mér
Fyrr en þetta eina kvöld
Sem örlögin drógu okkur saman.

Allar lygar allra tíma
Eru sannleikurinn í fangi þér
Og hérna vil ég liggja
Þar til hár mitt gránar
Þar til hendur mínar fölna
Þar til augu þín hvílast
Og hjörtu okkar hætta að slá
...samtímis.
 
Dísa Sigurðardóttir
1989 - ...
Þetta segir sig nú eiginlega sjálft..


Ljóð eftir Dísu Sigurðardóttur

Einsemd
Lygar orða þinna
Gröfin
Hvers virði er vináttan?
Flutt
Ópið
In a place so far away
On the Other Side
How
Allar Fimm
Deep Eyes
Sýndarveruleikinn
Thy
Girl with the Golden Locks
Q no A
These Words
Conclusion
Að elska er vanmetið
Ef...
Þín Sök
Svo Ein
Á miðri leið
Blind
Heaven awaites you
Ertu þarna?
Ég hef alltaf vitað
Haltu í mig 1.hluti
Haltu í mig 2.hluti
Af hverju?
Ef hann kemur
Stórt Vandamál
I love you
All around me
Build me up
Silver and Wine
Forbidden
Ignore me
I\'m just...
Take
Kill me
A place to be me
Stay Quiet with me
The Builder
Waiting
Að eilífu
Skammtíma Lygar
Það er ekkert
Dreymir Þig
Butterflies
Old Pictures
Samtímis
Englar Alheimins
Ungar Stúlkur
Að vera ég
Hefði átt