

Allar mínar gjörðir
Öll mín mistök
Og öll orð sem hafa verið login mér að
Skipta engu máli,
Er ég ligg hér með þér
Og horfi á tímann
Fljóta framhjá
Líkt og hann leyfi okkur
Að liggja aðeins lengur
Og hlusta á grasið gróa.
Hendur þínar eru svo mjúkar
Ég finn þær snerta hár mitt
Og þú greiðir í gegnum flókann
Sem myndaðist í fangi þér
Þennan morgun skal ég geyma
Þar til mínir hinstu andardrættir
Heyrast ekki lengur
Og þar til öll þín orð
Reynast harðasta lygi
Og öll þín umhyggja
Heggur í sár mín.
Þessi morgun er mér mikilvægastur
Allra morgna lífs míns.
Segðu mér frá tímum
Er þú varst lítill drengur
Og vissir ekki af mér
Fyrr en þetta eina kvöld
Sem örlögin drógu okkur saman.
Allar lygar allra tíma
Eru sannleikurinn í fangi þér
Og hérna vil ég liggja
Þar til hár mitt gránar
Þar til hendur mínar fölna
Þar til augu þín hvílast
Og hjörtu okkar hætta að slá
...samtímis.
Öll mín mistök
Og öll orð sem hafa verið login mér að
Skipta engu máli,
Er ég ligg hér með þér
Og horfi á tímann
Fljóta framhjá
Líkt og hann leyfi okkur
Að liggja aðeins lengur
Og hlusta á grasið gróa.
Hendur þínar eru svo mjúkar
Ég finn þær snerta hár mitt
Og þú greiðir í gegnum flókann
Sem myndaðist í fangi þér
Þennan morgun skal ég geyma
Þar til mínir hinstu andardrættir
Heyrast ekki lengur
Og þar til öll þín orð
Reynast harðasta lygi
Og öll þín umhyggja
Heggur í sár mín.
Þessi morgun er mér mikilvægastur
Allra morgna lífs míns.
Segðu mér frá tímum
Er þú varst lítill drengur
Og vissir ekki af mér
Fyrr en þetta eina kvöld
Sem örlögin drógu okkur saman.
Allar lygar allra tíma
Eru sannleikurinn í fangi þér
Og hérna vil ég liggja
Þar til hár mitt gránar
Þar til hendur mínar fölna
Þar til augu þín hvílast
Og hjörtu okkar hætta að slá
...samtímis.
Þetta segir sig nú eiginlega sjálft..