frá föstudegi til mánudags
á hverjum föstudegi
kem ég auga á sumarljómann
sem liggur ofan á skýjunum
og fiðrildin
í maganum mínum
láta mig fljóta
í andrúmsloftinu
og ég held
að það verði ekki betra
þegar ég dett
á malbik
lít upp
og mánudagur heilsar mér  
Freydís
1989 - ...


Ljóð eftir Freydísi

ást
frá föstudegi til mánudags