Snjókorn Hugans
Snjókornið lak niður á stofugólfið mitt og breyttist í tár
Ég fann að það var ég sem grét,
Ég grét tárum sem áður höfðu verið frosin
Ég græt víst oft þessa daganna, vakna hreinlega bara sorgmædd inn í daginn.

Sólargeislar sumarsins hafa verið blíðir, þeir hafa brosað sýnu breiðasta brosi og hlegið með mér eins og góðir vinir
Ég og sólargeislarnir drukkum daglega fagur bleikt vín og dönsuðum nakin í gleði okkar í nóttum án myrkurs

Haustið er víst komið núna og vindurinn læddist að mér og strauk mér um kinnina og þurrkaði tárin blíðlega af vanga mínum
Ég bara sakna ykkar sólargeislanna vina minna svo mikið

 
Emma Agneta
1976 - ...


Ljóð eftir Emmu Agnetu

Snjókorn Hugans