

Galaophagos er sem Ísland í árdaga
allt er þar kyrrt á veiðistöð.
Þar brýtur á stapa sú baráttusaga
að best sé að náttúran velji röð.
Náttúrukyrrð er sá friður sem fylgir
og festist í hjarta sérhvers manns.
Sviftur því frelsi þú finnur og syrgir
fegurðin býr í óbyggðum lands.
Úthafið stynur en öldurnar sefa
eining og sátt er á eyríki hér.
En öræfi Íslands birgðarnar bera
bergrisinn grætur við fætur þér.
allt er þar kyrrt á veiðistöð.
Þar brýtur á stapa sú baráttusaga
að best sé að náttúran velji röð.
Náttúrukyrrð er sá friður sem fylgir
og festist í hjarta sérhvers manns.
Sviftur því frelsi þú finnur og syrgir
fegurðin býr í óbyggðum lands.
Úthafið stynur en öldurnar sefa
eining og sátt er á eyríki hér.
En öræfi Íslands birgðarnar bera
bergrisinn grætur við fætur þér.