2:12 PM Wednesday, October 13, 2004
hvítt í lófa á holdlegu altari

einkennisklæddar flugvélar stara stórum augum

kringlótt brjóst uppi í tré á háum hælum

faraóískar kjarnaflaugar stolnar benda niður tímann

Ég vil að þú opnir augun og lokir munninum.

árás negldur vangi við vegg snákur hlykkjast upp hryggsúluna

kvikna í heilanum rauð ljós hennar Maríu æði frjóangar dauðvona
rokk

kristallast augun í maganum á flótta maðurinn orða að klikka
höfuðleðrið

koss er það eina sem er sagt um allt sem á eftir kemur

á flótta í gegnum mörg ljóð skrifað á reikning ljóshærða
myrkrahöfðingjans

ég gref hauskúpuna í garðinum og sný augntóftum að húsi

svo hún sjái mig alltaf þegar ég geng eftir ganginum með
fingurgómana á veggfóðrinu  
Jóhamar
1963 - ...


Ljóð eftir Jóhamar

2:12 PM Wednesday, October 13, 2004