Hreinsun
Baráttan er byrjuð
á röngum enda
röðin er komin að mér
komin að okkur
tíminn er kominn
tíminn er okkar
leg mitt er stíflað
alveg eins og hausinn forðum
en ég held áfram
held alltaf áfram
að draga andann
ætla ekki að bregðast þér!
ekki aftur, aldrei aftur

-undarlegt að ég skuli ekki hætta að draga andann,
inn-út-inn-út-inn-út-inn-út-STOPP!

Neyðist alltaf til að
draga andann að lokum.
Hvenær hættir þetta helvíti?
Nei! Verð að berjast
hreinsa legið og hausinn
af óviðeigandi óhreinindum
komast á lappirnar
nudda augun,
draga andann: inn-út-inn-út-inn-út-inn-út-inn-út o.s.frv.
í stað þess að
ráfa gegnum lífið
á gatslitnum sandölum
-öll útí blöðrum
og skítugum nærbuxum
-fullum af blóði!
Halda áfram
-habbtúþrífor
berjast! berjast!
Ég skal-ég skal
verða hrein aftur!
(Hvaðan komu þessir meyjarkomplexar?)

Hreinsaðu mig!

Smyrðu mig!

Þvoðu mér!

Sápaðu mig alla!

Og taktu mig í faðm þinn á ný!
 
Sigga
1981 - ...


Ljóð eftir Siggu

Hreinsun