

dreptu mig í kvöld
og höldum uppá brjálaða
líkvöku svo ég skynji
að ég sé á lífi
hverfum svo sem draugar
út í kalda haustnóttina
dönsum fram í dreggjar dags
og hverfum í dreyra morgunnsólar
í hýði liggjum sem púpur
og bíðum fæðingar
fiðrildanna
og höldum uppá brjálaða
líkvöku svo ég skynji
að ég sé á lífi
hverfum svo sem draugar
út í kalda haustnóttina
dönsum fram í dreggjar dags
og hverfum í dreyra morgunnsólar
í hýði liggjum sem púpur
og bíðum fæðingar
fiðrildanna