Þú
Þegar þú ert mér við hlið,
sýnist framtíðin bjartari á að líta.
Án þín er allt vonlaus bið,
og í mitt hjarta vondar verur bíta.
Ég reyni að losna við þær,
berst um í angist og von,
von um að þú munir koma og ljúka þessu snöggt.
Með einni snertingu losar þú mig undan öllu farginu.
 
Agnes
1989 - ...


Ljóð eftir Agnesi

Þú
Nótt eða myrkur.