Tölur og Tónlistarstefnur.

Talan áttatíu færir mig til baka,
því þá varstu fæddur.
tuttuguogfimm,
þú varst það, þegar við skeiðuðum í flugvél,
átum beikon í barðstúni.

hvað ertu gamall? ég er tuttuguogfimm.
Samstundis hugsa ég um,
húsavík, ísafjörð, þungarokk, upptökutækni, spongebob. (ást?)
einhversstaðar finn ég tengingu.
Þið eruð jú jafn gamlir og ísland er smátt hugsa ég.

Ég verð afhuga, hugsa bara um þig.
Hann er ekki skeggjaður.
Hann hefur aldrei heyrt í Nevolution.
Honum finnst makkar ekkert sérstaklega betri en windows ruslið.
Honum finnst ekkert að því að fara í bónus á föstudegi klukkan 5.
Hann á ekki sjens.

Þínar tölur og tónlistarstefnur fylgja mér stöðugt.

 
sikka
1988 - ...


Ljóð eftir sikku

Tölur og Tónlistarstefnur.