Fjalla Eyvindur.
Langt fyrir vestan vöð
er var við jökulfjörð
og vörðuð rakin röð
að rúst við grýttan svörð.
Þar hylur krossinn hvönn
á hvílu við kalda strönd.
Því ótti , boð og bönn
báru þig um eyðilönd.
Hér beiðst þú þreyttur þess
að þiggja kirkjuleg.
En harður helgur sess
hlýddi á annan veg.
Þótt gríma guðs sé væn
hún gleymdi fornum sið
að færa föllnum bæn
og flóttamanni grið.
Ofar en efstu grös
utar en fjarstu grunn.
Og hæðst á hamra snös
og hátt við bæna brunn.
Hún beið og vakti við
veröld er laut að þér.
Vonin sem hlið við hlið
hér gengur enn með mér.
Beljandi brimið er
brattlendið mörgum raun.
Þrýtur mig þreyttan hér
Þolið við úfið hraun .
Glittir í gamla tótt
gróna við lítið fell.
Hverfur að húm og nótt
heyri ég hófaskell.
er var við jökulfjörð
og vörðuð rakin röð
að rúst við grýttan svörð.
Þar hylur krossinn hvönn
á hvílu við kalda strönd.
Því ótti , boð og bönn
báru þig um eyðilönd.
Hér beiðst þú þreyttur þess
að þiggja kirkjuleg.
En harður helgur sess
hlýddi á annan veg.
Þótt gríma guðs sé væn
hún gleymdi fornum sið
að færa föllnum bæn
og flóttamanni grið.
Ofar en efstu grös
utar en fjarstu grunn.
Og hæðst á hamra snös
og hátt við bæna brunn.
Hún beið og vakti við
veröld er laut að þér.
Vonin sem hlið við hlið
hér gengur enn með mér.
Beljandi brimið er
brattlendið mörgum raun.
Þrýtur mig þreyttan hér
Þolið við úfið hraun .
Glittir í gamla tótt
gróna við lítið fell.
Hverfur að húm og nótt
heyri ég hófaskell.