Fræið (örsaga)
Ég var lengi, lengi bara lítið fræ. Alltaf var ég alein í votri og dimmri moldinni. Ég beið örvæntingafull eftir að sjá heiminn. Ég ýmindaði mér hann svo bjartan og fagran. Allt í einu byrjaði ég að titra og það byrjaði að spretta litlir angar úr mér, ég vissi ekki hvað þetta væri. Ég ákvað að fara að sofa. Þegar ég opnaði augun sá ég bjart ljós. Ég gat teygt úr mér, ég leit í kringum mig og sá mörg önnur tré ég varð hrædd og fattaði að ég var bara lítið tré alein í stóra heiminum.