Hilling
Það er í leikhúsi lista siður
að við lok eru tjöld dregin niður.
En samt er það svo til að gleðja geð
gestir fá ei í gegnum tjöldin séð.
Í sal er spenna og þrúgandi þögn
þýtur fram sagan í lifandi sögn.
Bak við grímu er ei allt er sýnist
örvænting innst með leikendum týnist.
En stundum er hulunni haldið frá
hillingin breytist og sorg er á brá.
Þetta er skáldverk en lífið er list
að láni og fallvalt á brúninni yst.
Svo eru ljósin slökkt er lýstu mest
af ljósameistara er ekki sést.
Og lokaþætti líkur eftir bið
í leiftri stutt sá hann mér við hlið.
að við lok eru tjöld dregin niður.
En samt er það svo til að gleðja geð
gestir fá ei í gegnum tjöldin séð.
Í sal er spenna og þrúgandi þögn
þýtur fram sagan í lifandi sögn.
Bak við grímu er ei allt er sýnist
örvænting innst með leikendum týnist.
En stundum er hulunni haldið frá
hillingin breytist og sorg er á brá.
Þetta er skáldverk en lífið er list
að láni og fallvalt á brúninni yst.
Svo eru ljósin slökkt er lýstu mest
af ljósameistara er ekki sést.
Og lokaþætti líkur eftir bið
í leiftri stutt sá hann mér við hlið.