Aðskilnaður
Mig langar ekki að skrifa þennan texta en ég bara verð/
því andúð mín á þér er að stinga mig eins og sverð/
í síðu minni og á þessa síðu ritast orðin niður
svo hratt að það er eins og ég sé í píptesti/
og þarf að skipta um penna á 5 mínútna fresti/
Hvernig fékkstu það af þér að segjast elska mig/
en jafnóðum elska þennan durt og blekkja sjálfa þig/
Ég veit að þú varst einmana en hví valdiru þessa leið/
þú hrindir frá þér ástvinum og þú ert hissa að við séum reið/
Hvað varstu að hugsa manneskja? Mér þykir það leitt/
en sama hversu oft þú munt þig afsaka. Orð þín vega ekki lengur neitt/
Þú hefur misst allt mitt traust og trú/
og ég trúi varla að það sért þú/
sem fékkst mig til að jánka öllu bullinu/
öllu fjandans ruglinu/
um ástlausa hjónabandið/ 20 ára sambandið/
sem fór útum þúfur/
er hann betri þessi litli stúfur?/
að hugsa sér að ég hafi ekki séð í gegnum lygarnar/
allar þessar látlausu sms sendingar/
Þú ert meiri gelgja en 15 ára stelpa/
með stjörnur í augunum og strákana að elta/
En hey, þetta er þitt líf og þú kemur mér ekki við/
ég vona þín vegna að þess virði sé þetta strið/
Aldrei hélt ég að ég myndi blygðast mín fyrir mitt blóð/
en sálfræðingstími er dýr og með þessum illa áróð/
er ég að reyna að komast yfir sorgina/
án hans myndi ég eflaust brenna hálfa borgina/
Hugsaðu aðeins, ég er 23 og svona bregst ég við/
hvernig vítiskvalir ætli hinir lifi við/
En æ, ég gleymdi því, þetta er ÞITT LÍF/
þessi heimskulega setning er þín eina varnarhlíf/
Þetta hefur áhrif á okkur öll/
en þú ert víðs fjarri og heyrir ekki okkar köll/
Ég vil að þú vitir að með þessu áframhaldi/
muntu sitja ein yfir þínu jólaborðhaldi/
frekar myndi ég éta skít en að brjóta brauð með ykkur/
sárin enn of djúp og skrápurinn ekki orðinn nógu þykkur/
Ég stífna öll upp af reiði er ég skrifa þessa rímu/
Til hvers var ég að fæðast inní þessa lífsins glímu/
Var það til þess eins að brjóta mig niður/
líður ykkur betur, er þetta ykkar siður/
Ég er of góð fyrir þig og þetta/
og nenni ekki lengur fingur mína útí þetta að fetta/
Ég verð að sætta mig við að þú ert farin/
og reyna að jafna mig því að innan er ég marin/
Í hvert skipti sem ég heyri í þinni röddu/
þá græt ég innra með mér, en að svo stöddu/
þá er ástandið þannig að við tölum ekki saman/
það mætti halda að okkur þætti þetta gaman/
og á meðan hann er ennþá til í þínum heimi/
þá verð ég víðsfjarri þér, eins og stjarna út í geimi/
Þú valdir þetta sjálf og ég vona að það sé þess virði/
því á meðan hann er með þér þá ég ekki á þig yrði/
eru öll þessi ár ekki dágóður slatti/
til að sýna þér að það er ekki þessi patti/
sem þú átt að velja/
hvort okkar viltu fá hjá þér að dvelja/
Ekki saka mig um dramatík eða tilgerð/
því sum orð þurfa að vera sögð og sum verk þurfa að vera gerð/
því andúð mín á þér er að stinga mig eins og sverð/
í síðu minni og á þessa síðu ritast orðin niður
svo hratt að það er eins og ég sé í píptesti/
og þarf að skipta um penna á 5 mínútna fresti/
Hvernig fékkstu það af þér að segjast elska mig/
en jafnóðum elska þennan durt og blekkja sjálfa þig/
Ég veit að þú varst einmana en hví valdiru þessa leið/
þú hrindir frá þér ástvinum og þú ert hissa að við séum reið/
Hvað varstu að hugsa manneskja? Mér þykir það leitt/
en sama hversu oft þú munt þig afsaka. Orð þín vega ekki lengur neitt/
Þú hefur misst allt mitt traust og trú/
og ég trúi varla að það sért þú/
sem fékkst mig til að jánka öllu bullinu/
öllu fjandans ruglinu/
um ástlausa hjónabandið/ 20 ára sambandið/
sem fór útum þúfur/
er hann betri þessi litli stúfur?/
að hugsa sér að ég hafi ekki séð í gegnum lygarnar/
allar þessar látlausu sms sendingar/
Þú ert meiri gelgja en 15 ára stelpa/
með stjörnur í augunum og strákana að elta/
En hey, þetta er þitt líf og þú kemur mér ekki við/
ég vona þín vegna að þess virði sé þetta strið/
Aldrei hélt ég að ég myndi blygðast mín fyrir mitt blóð/
en sálfræðingstími er dýr og með þessum illa áróð/
er ég að reyna að komast yfir sorgina/
án hans myndi ég eflaust brenna hálfa borgina/
Hugsaðu aðeins, ég er 23 og svona bregst ég við/
hvernig vítiskvalir ætli hinir lifi við/
En æ, ég gleymdi því, þetta er ÞITT LÍF/
þessi heimskulega setning er þín eina varnarhlíf/
Þetta hefur áhrif á okkur öll/
en þú ert víðs fjarri og heyrir ekki okkar köll/
Ég vil að þú vitir að með þessu áframhaldi/
muntu sitja ein yfir þínu jólaborðhaldi/
frekar myndi ég éta skít en að brjóta brauð með ykkur/
sárin enn of djúp og skrápurinn ekki orðinn nógu þykkur/
Ég stífna öll upp af reiði er ég skrifa þessa rímu/
Til hvers var ég að fæðast inní þessa lífsins glímu/
Var það til þess eins að brjóta mig niður/
líður ykkur betur, er þetta ykkar siður/
Ég er of góð fyrir þig og þetta/
og nenni ekki lengur fingur mína útí þetta að fetta/
Ég verð að sætta mig við að þú ert farin/
og reyna að jafna mig því að innan er ég marin/
Í hvert skipti sem ég heyri í þinni röddu/
þá græt ég innra með mér, en að svo stöddu/
þá er ástandið þannig að við tölum ekki saman/
það mætti halda að okkur þætti þetta gaman/
og á meðan hann er ennþá til í þínum heimi/
þá verð ég víðsfjarri þér, eins og stjarna út í geimi/
Þú valdir þetta sjálf og ég vona að það sé þess virði/
því á meðan hann er með þér þá ég ekki á þig yrði/
eru öll þessi ár ekki dágóður slatti/
til að sýna þér að það er ekki þessi patti/
sem þú átt að velja/
hvort okkar viltu fá hjá þér að dvelja/
Ekki saka mig um dramatík eða tilgerð/
því sum orð þurfa að vera sögð og sum verk þurfa að vera gerð/