Takk
Í fortíðinni fel ég margt.
Margt þar leynist miður svart.
Ég veit þú eflaust trúir vart,
hve vel þú reynist mér.
- Þú ein veist hver ég er.
Í vanlíðan ég villtur var,
á villugötum allstaðar.
Guð minn gaf þó lokasvar,
og lýsti lífsins sýn.
- Hann leiddi mig til þín.
Langri leit nú lokið er,
ég festu mína fann hjá þér.
Þú greindir strax það góða í mér,
og það sem meira er:
- Vilt njóta þess með mér.
Margt þar leynist miður svart.
Ég veit þú eflaust trúir vart,
hve vel þú reynist mér.
- Þú ein veist hver ég er.
Í vanlíðan ég villtur var,
á villugötum allstaðar.
Guð minn gaf þó lokasvar,
og lýsti lífsins sýn.
- Hann leiddi mig til þín.
Langri leit nú lokið er,
ég festu mína fann hjá þér.
Þú greindir strax það góða í mér,
og það sem meira er:
- Vilt njóta þess með mér.
27. nóvember 2006