Von
Inn í djúpa dalinn minn
dansar skuggi aftaninn.
Hér við gamla hulduslóð
hvíslar þögnin að mér ljóð.
Efst í ævi anda minn
ég hef lagt til lítil blöð.
Á þeim efst í þetta sinn
eru ykkar nöfn í röð.
Um mig kyrtil kápu vef
krossinn tek í ferðum ber.
Síðast og ekki síst er með
í skugga lítið sálmakver.
Með þeim fylgja falleg lín
fornu vonar klæðin mín.
Kyrrt og hljótt úr felum fer
faðma þig en enginn sér.
Ég er augnablikið bert
bregst þér ei á ögurstund.
Alltaf er en aldrei snert
ég er innst í hugarlund.
Skipið bíður siglir senn
segl mín hyl en samt þau sjást.
Byr um höfin blæs þó enn
bráðum ætti land að nást.
dansar skuggi aftaninn.
Hér við gamla hulduslóð
hvíslar þögnin að mér ljóð.
Efst í ævi anda minn
ég hef lagt til lítil blöð.
Á þeim efst í þetta sinn
eru ykkar nöfn í röð.
Um mig kyrtil kápu vef
krossinn tek í ferðum ber.
Síðast og ekki síst er með
í skugga lítið sálmakver.
Með þeim fylgja falleg lín
fornu vonar klæðin mín.
Kyrrt og hljótt úr felum fer
faðma þig en enginn sér.
Ég er augnablikið bert
bregst þér ei á ögurstund.
Alltaf er en aldrei snert
ég er innst í hugarlund.
Skipið bíður siglir senn
segl mín hyl en samt þau sjást.
Byr um höfin blæs þó enn
bráðum ætti land að nást.