Hælavökur
Hælavökur hröð á stjá,
hlaupunum má ei linna.
Húsbóndinn sem í leti lá,
langaði hana að ginna.
Helst til feit en hýr á brá,
heppni var slíka að finna.
Sú hafði líka sömu þrá,
slíkt gaf hún oft til kynna.
Örlítið beraði brjóstin þá,
bar við hún þyrfti að spinna,
pilsunum snögglega fletti frá,
en flúði svo aftur til hinna.
En bónda leiddist leikurinn sá,
logaði girnd og sinna,
fangaði hana í fletið sér hjá,
fjölbreytt er kaupavinna.
Eftirmáli:
Hælavökur hefur nú,
heldur tapað spori.
Ólétt gefin í góðri trú
og giftir sig að vori.
hlaupunum má ei linna.
Húsbóndinn sem í leti lá,
langaði hana að ginna.
Helst til feit en hýr á brá,
heppni var slíka að finna.
Sú hafði líka sömu þrá,
slíkt gaf hún oft til kynna.
Örlítið beraði brjóstin þá,
bar við hún þyrfti að spinna,
pilsunum snögglega fletti frá,
en flúði svo aftur til hinna.
En bónda leiddist leikurinn sá,
logaði girnd og sinna,
fangaði hana í fletið sér hjá,
fjölbreytt er kaupavinna.
Eftirmáli:
Hælavökur hefur nú,
heldur tapað spori.
Ólétt gefin í góðri trú
og giftir sig að vori.
Ort 2007, kvæðið lagt út af orði sem Guðrún frá Lundi notar í bókum sínum.