Fortíð
Ólgandi hugsanir en fáar festast á blaði/
því þær dvelja aðeins augnarblik og hverfa svo með hraði./
Nýjar áhyggjur birtast og gömul sár opnast á ný/
mig dreymir um að ég fái frá þessu öllu frí./
Ég hef reynt að deyfa huga minn með hinum ýmsu brögðum/
sum þeirra fengust í Lyfju en önnur uxu í grænum görðum./
Pillurnar gerðu mig daufa og lina/
en grasið varð til þess að mér varð sama um alla hina./
Ég hætti að reyna að hafa samband við fólk/
mín eina hugsun var að sjúga þykkan reyk í gegnum hólk/
og finna augnalok mín þyngjast og heilan í mér sjóða/
fattaði ekki hve mörgum ástvinum mínum ég var að misbjóða./
Kynntist fullt af fólki í sömu aðstöðu og ég/
hélt að þetta væru vinir mínir en það fór á annan veg/
því í þessum heimi er vinátta aðeins viðskiptabrella/
ef þú hrasar ekki sjálfur þá munu vinir þínir þig fella./
En þar sem undartekningin sannar ávalt regluna/
þá þarf ég að segja ykkur frá einum þessa vina minna./
Hann var sprautufíkill og dópsali í dágóðan tíma/
en þrátt fyrir allt eitrið þá missti hann aldrei æru sína./
Hann sá strax í gegnum mig og bjargaði mér/
og kallaði saman sinn sprautufíklaher./
Þau hópuðust í kringum mig og drógu upp ermarnar/
og ég varð svo hrædd að ég datt niður á skeljarnar/
sundurstungnar æðar og flest þeirra með blóðeitrun/
þau sýndu mér líka nálarförin á hálsinum./
Á svipstundu voru sprauturnar eitrinu að dæla/
ég hvítnaði upp og byrjaði að háskæla/
einn þeirra hitti ekki svo hann reyndi á ný/
og eftir 2 tilraunir rann eitrið blóðinu í./
Þau sögðu að þetta væri framtíðin/
og ef ég hætti ekki núna yrði ég eins og öll hin./
Þau berjast fyrir lífi sínu sérhvern dag/
en líf þeirra snýst um að redda pening í slag./
Sumir halda að allir englar hafi vængi hvíta/
þið ættuð öll nefi ykkar lengra að líta./
Minn hafði enga vængi/
hann bauga undir augunum bar/
án hans hjálpar þá væri ég ennþá þar./
Ekki láta blekkjast af útlitinu einu því það er/
ekki hægt að bera sálina utaná sér
 
Maggý
1979 - ...


Ljóð eftir Maggý

Mín hinsta ákvörðun
Aðskilnaður
Fortíð
Sumarblíða