Heimsáþján
Á meðan Glúmur ei hrýtur
heldur vakir og brýtur
mun angist mín vara,
hvíla á mér eins og mara,
heimsáþján stækka
og sælustundunum fækka.

Á meðan fólkið ei lærir
og hvert annað enn særir
mun hjarta mitt kveljast,
vestur í helvíti dveljast,
grætur minn hugur
í heimi hvergi finnst dugur.

Glúmur er sterkur
eins og sárasti verkur,
fyrir misgjörðir manna
heldur heiminn að kanna,
sólu hann dekkir
því hann mennina þekkir.

Glúmur er löstur,
manna sjálfra bálköstur,
muni þeir allir brenna
er það engum öðrum að kenna
því ef Glúmur er óður
Þá er maðurinn góður.

Læri maður að þegja
þá fer Glúmur að deyja,
veröld að batna,
Illskan að sjatna,
Sólin að skína
Og allt að hlýna.

Að lifa er pína
Þó ég vilji ei lífinu týna.
Heimur að hrynja
en hvergi skammirnar dynja.
Ég vil Glúm hvorki þekkja
né sjálfa mig blekkja.

Sjálf er ég enginn engill
frekar en Fáfnir og Þengill,
en hjarta mitt grætur
þegar ég vaki allar nætur,
og hugsa um ragnarökin
á meðan okkar er sökin.


 
kjánaprik
1981 - ...


Ljóð eftir kjánaprik

Heimsáþján
án titils
Afturhvarf