Land.
Við finnum fögur blóm
falin við jökulfalda.
Er aldrei af öðrum talin
ein mundu lífi halda.
Reist upp af rótum alin
rúnar af eldi alda.
Efst upp á landinu kalda.
Hér býr hún með friðar fald
og fögur skikkjuklæði.
En sorgar brjóst sést þó undir
skrautlega ofnum þræði.
Fjallkonan fer um grundir
og fossa um langa ævi
og kveður með ástarkvæði.
Þú fósturjörð svo víðsjárverð
visin við hallar garða.
Von á berangur borin,
sem blályng eða varða.
Leiddu mig enn á vorin
um eyðilönd til fjarða
og fjalla með mjallhvítan farða.
falin við jökulfalda.
Er aldrei af öðrum talin
ein mundu lífi halda.
Reist upp af rótum alin
rúnar af eldi alda.
Efst upp á landinu kalda.
Hér býr hún með friðar fald
og fögur skikkjuklæði.
En sorgar brjóst sést þó undir
skrautlega ofnum þræði.
Fjallkonan fer um grundir
og fossa um langa ævi
og kveður með ástarkvæði.
Þú fósturjörð svo víðsjárverð
visin við hallar garða.
Von á berangur borin,
sem blályng eða varða.
Leiddu mig enn á vorin
um eyðilönd til fjarða
og fjalla með mjallhvítan farða.