Þakklæti!
Á Stjörnumót ég fór
við vorum saman tólf.
Þá allt í einu, gekk hann mér við hlið.
Það var sá hinn sami, sem ýtti mér við.
Mig langaði að segja “Takk, takk fyrir það!”
En viss að hann myndi hugsa takk fyrir hvað?

Þess í stað heyrði ég mig segja
“góðan daginn.”
Í huganum bætti ég við,
ertu tilbúinn í slaginn?

Hann ýtti við mér, þannig að ég fór að hugsa.
Síðan þá hef ég ekki mátt slugsa.
Lífið er skrýtið og dásamlegt
en stundum líka furðulegt.

Mér fannst það bæði barnalegt og sætt
þess vegna fæ ég úr því bætt.
Að upplifa að það var mér um megn
að segja það sem mig langaði að segja.


Næst verður í lagi að þegja!

 
Eyri
1962 - ...


Ljóð eftir Eyri

Þakklæti!