Smán.
Ég er falin en frændur sjá
úr fjarlægð er ég himinblá.
Og kem úr veröld sem var
vakin og sofin allstaðar.
Við hirð mína er hulinn foss
þar hélar jörð við úðans koss.
Í huga stór í heimi sögn.
Ég heilsa þér og kveð í þögn.
Ég sigli um djúp sorgum með
en skip mitt hefur enginn séð.
Úfinn er sær og öldugjöf
áleiðis held langt yfir höf.
Vald ykkar er stormur og sker
þið setjið mig að landi hér.
Ég felli mín segl fast við strönd
fyrrum voru hér blómleg lönd.
Ég er dropinn dreggjunum í
og dagur er rennur á ný.
Fálát er og fremur kýs
á fardögum er sólin rís
að sitja hjá við birtu bil.
Í brjósti spor mín eftir skil.
Eilíf er og aldrei dey
ég er allt sem þú vildir ei.
úr fjarlægð er ég himinblá.
Og kem úr veröld sem var
vakin og sofin allstaðar.
Við hirð mína er hulinn foss
þar hélar jörð við úðans koss.
Í huga stór í heimi sögn.
Ég heilsa þér og kveð í þögn.
Ég sigli um djúp sorgum með
en skip mitt hefur enginn séð.
Úfinn er sær og öldugjöf
áleiðis held langt yfir höf.
Vald ykkar er stormur og sker
þið setjið mig að landi hér.
Ég felli mín segl fast við strönd
fyrrum voru hér blómleg lönd.
Ég er dropinn dreggjunum í
og dagur er rennur á ný.
Fálát er og fremur kýs
á fardögum er sólin rís
að sitja hjá við birtu bil.
Í brjósti spor mín eftir skil.
Eilíf er og aldrei dey
ég er allt sem þú vildir ei.