Vala
Ertu endurfædd?
Þú sem ég aldrei þekkti.
Þú sem enn ert syrgð
af þeim sem misstu þig
og þeim sem lifa við missi annarra.
Ertu endurfædd?
Aftur lítil stúlka.
Þú sem óxt aldrei upp.
Nú ljóshærð
þú sem á myndum sést að varst hrafnsvört.
Aldrei umrædd.
Ertu völuspá þessarar fjölskyldu?
Vefurðu okkur örlagavef?
Völvan svört
sem fleytt var með kerlingar
á hafinu mikla,
náðirð ekki fleiri en tveim
og síðan sökkstu.
 
Árni Valur
1988 - ...


Ljóð eftir Árna Val

Vala