Á stjörnumóti 2007
Í stjörnukeppninni stóðu sig vel,
stórspilara lögðu alla að velli.
Sibbi og Bjarni þeir vinna eins og vél,
sem valtrar allt niður í hvelli.
stórspilara lögðu alla að velli.
Sibbi og Bjarni þeir vinna eins og vél,
sem valtrar allt niður í hvelli.
14. febrúar fór fram í Ráðhúsinu stjörnumót í bridds og var þar boðið til leiks mörgum stórstjörnum frá útlöndum ásamt A Landsliðinu. Síðan fengu aðrir bæði inn og úlendir spilarar að kaupa sér rétt á að spila með þeim í sveitakeppni og greiddu fyrir 15.000 á mann og var dregið um hver hreppti hvert stjörnuspilaraparið með sér í sveit. Tveir Íslendingar drógust í lið með landsliðsmönnunum Sigurbirni og Bjarna syni mínum og unnu þeir mótið með glæsibrag. Sigurbjörn og Bjarni náðu þar að auki besta skori allra á mótinu og tóku þar með bæði peningaverðlaunin sem voru þar í boði.