

Ég næ ekki til þín,
sambandið er rofið
og símakonan vill ekki hjálpa mér.
Ég hringi í öll uppgefin
hjálparnúmer.
En þau hjálpa ekki,
því ég er númer sjö í röðinni
og ég gefst upp
á því að leita.
Þegar ég finn þig ekki
þá langar mig
að hoppa út í eilífðina
og óska þess
að ég væri hið fríða fljóð,
yndismærin,
sú alíslenska með bláu augun
og freknurnar
sem þú kaust yfir mig,
ég er bara rotta
í kjallara einhvers í Vesturbænum
og meindýraeyðirinn
kemur klukkan þrjú.
sambandið er rofið
og símakonan vill ekki hjálpa mér.
Ég hringi í öll uppgefin
hjálparnúmer.
En þau hjálpa ekki,
því ég er númer sjö í röðinni
og ég gefst upp
á því að leita.
Þegar ég finn þig ekki
þá langar mig
að hoppa út í eilífðina
og óska þess
að ég væri hið fríða fljóð,
yndismærin,
sú alíslenska með bláu augun
og freknurnar
sem þú kaust yfir mig,
ég er bara rotta
í kjallara einhvers í Vesturbænum
og meindýraeyðirinn
kemur klukkan þrjú.