Balldaman
Hún fór á böllin brókarlaus,
býsna lífleg þar í stuttpilsinu var.
Að losna við kellu bóndi hennar kaus
en konan var ei hrifin af því par.
Hún stappaði fæti og strengdi þess heit
að stylla honum fast upp að vegg,
en bóndi varð undrandi og á hana leit
og æstur sér klóraði í skegg.
Nú sagðist hún vera, komin langt á leið
með lítinn króa er ætti ‘ann fyrir víst
og eftir það varð hennar gata betur greið
en gleðskapurinn minnkaði allra síst.
Loks fæddist króinn og líktist Jóa á Mel,
lán var að karlinn grunað ekkert þó.
Konan sagði óðar nú kornabarn þér fel,
ég kemst á ball því ég er orðin mjó.
Bóndans veri blessaður dáðarkrafturinn,
blessuð konan ólétt nokkuð þétt
og hún gildnar alltaf eftir bóndann sinn,
sem ýmsum þykir vafi að sé rétt.
býsna lífleg þar í stuttpilsinu var.
Að losna við kellu bóndi hennar kaus
en konan var ei hrifin af því par.
Hún stappaði fæti og strengdi þess heit
að stylla honum fast upp að vegg,
en bóndi varð undrandi og á hana leit
og æstur sér klóraði í skegg.
Nú sagðist hún vera, komin langt á leið
með lítinn króa er ætti ‘ann fyrir víst
og eftir það varð hennar gata betur greið
en gleðskapurinn minnkaði allra síst.
Loks fæddist króinn og líktist Jóa á Mel,
lán var að karlinn grunað ekkert þó.
Konan sagði óðar nú kornabarn þér fel,
ég kemst á ball því ég er orðin mjó.
Bóndans veri blessaður dáðarkrafturinn,
blessuð konan ólétt nokkuð þétt
og hún gildnar alltaf eftir bóndann sinn,
sem ýmsum þykir vafi að sé rétt.
Anno 2007, kvæðið er um dömuna sem ruddi stuttpilsatískunni til vinsælda og er óstaðsett í tíma og rúmi. En það var nokkru fyrir komuna á P pillunni.