Sviðaveislan
Ferðuðust menn áður fjarða á milli,
fótgangandi og góðir bæjum að ná.
Þá kom sér ætíð vel að fá sína fylli,
frú bauð einum mat er gekk þar hjá.
Sex góða hausa og sæmilegt ég tel,
að setja fyrir heimafólk er vænta má.
Gæðakonan sagði gerðu nú svo vel,
gekk síðan í eldhúsið, fleiru til að gá.
Kjömmunum ellefu kom snart í lóg,
kom þá inn húsfreyja að góðum sið.
Hún var gráti nær en gengdi við þó:
,,Gæti ekki herran lokið þetta við?”
Í gömlum borðsiðum gesturinn lafði,
góðan hafði viljað sýna mannasið,
en mælti er kjammann hrifsað hafði:
,,Hafa mér þó aldrei fallið svið.”
fótgangandi og góðir bæjum að ná.
Þá kom sér ætíð vel að fá sína fylli,
frú bauð einum mat er gekk þar hjá.
Sex góða hausa og sæmilegt ég tel,
að setja fyrir heimafólk er vænta má.
Gæðakonan sagði gerðu nú svo vel,
gekk síðan í eldhúsið, fleiru til að gá.
Kjömmunum ellefu kom snart í lóg,
kom þá inn húsfreyja að góðum sið.
Hún var gráti nær en gengdi við þó:
,,Gæti ekki herran lokið þetta við?”
Í gömlum borðsiðum gesturinn lafði,
góðan hafði viljað sýna mannasið,
en mælti er kjammann hrifsað hafði:
,,Hafa mér þó aldrei fallið svið.”
Anno 2007