Jón Indíafari.
Þú bróðir minn góður með bænir á vör
í birtingu kvaddir, ég fékk ekki svör.
Heimurinn hann heitir á menn eins og þig
ég hélt að lífið yrði jafnt gott við mig.
Einn upp á fjalli og ísaþakin jörð
efst upp á brúnum glampaði á fjörð.
Minningarnar fylgdi mér sunnan við sól
ég sé ennþá freknur og mjallhvítan kjól.
Jón Indíafari gugginn og grár
og grípur í pennann úfinn og sár.
Ölvaður á krá og komst upp á kant
við kolsvartan durg og helvíts fant.
Í Afríkuhöfn var geislandi gull
grípa þeir keröld og drekka þau full.
Og kvenfólk bauð sig fallegt og falt
færðu mér ölið en hjartað var kalt.
Þar var hann kóngur minn Krisján í Höfn
með Krónborgarslott og fallbyssusöfn.
En tíminn líður og borgin hún brann
tár mín renna ef minnst er á hann.
Í brennandi sól ég hugsaði heim
hátt upp í mastri með soldátum tveim.
Nú væri kuldinn með kalsama tíð
kominn til Íslands en hér væri stríð.
í birtingu kvaddir, ég fékk ekki svör.
Heimurinn hann heitir á menn eins og þig
ég hélt að lífið yrði jafnt gott við mig.
Einn upp á fjalli og ísaþakin jörð
efst upp á brúnum glampaði á fjörð.
Minningarnar fylgdi mér sunnan við sól
ég sé ennþá freknur og mjallhvítan kjól.
Jón Indíafari gugginn og grár
og grípur í pennann úfinn og sár.
Ölvaður á krá og komst upp á kant
við kolsvartan durg og helvíts fant.
Í Afríkuhöfn var geislandi gull
grípa þeir keröld og drekka þau full.
Og kvenfólk bauð sig fallegt og falt
færðu mér ölið en hjartað var kalt.
Þar var hann kóngur minn Krisján í Höfn
með Krónborgarslott og fallbyssusöfn.
En tíminn líður og borgin hún brann
tár mín renna ef minnst er á hann.
Í brennandi sól ég hugsaði heim
hátt upp í mastri með soldátum tveim.
Nú væri kuldinn með kalsama tíð
kominn til Íslands en hér væri stríð.