pabbi
Sandurinn og sólin
ólu þig upp.
Skuggalaust hádegi
var kennari þinn.
Í landi guðanna,
lærðir þú mál þitt.
Í landi fortíðar
fannstu ást.
Í skugga musteranna
lékstu þér.
Í burtu hélstu
í von um frama.
Í burtu hélstu
í von um auð.
Örlögin báru þig
yfir úfinn sæ.
Nú ertu hér.
Kuldinn og snjórinn
tóku við þér.
Landið handan hafsins
býr í hjarta þér,
Hér fannstu auð þinn,
en í peningum fólst hann
aldrei.
Amor est vitae essentia*
og ég elska þig pabbi minn.
ólu þig upp.
Skuggalaust hádegi
var kennari þinn.
Í landi guðanna,
lærðir þú mál þitt.
Í landi fortíðar
fannstu ást.
Í skugga musteranna
lékstu þér.
Í burtu hélstu
í von um frama.
Í burtu hélstu
í von um auð.
Örlögin báru þig
yfir úfinn sæ.
Nú ertu hér.
Kuldinn og snjórinn
tóku við þér.
Landið handan hafsins
býr í hjarta þér,
Hér fannstu auð þinn,
en í peningum fólst hann
aldrei.
Amor est vitae essentia*
og ég elska þig pabbi minn.
*Latína: Ástin er kjarni lífsins