

Sjávarföll við sund og ós
stríð með þunga streyma.
Rastir rísa um skip til sjós
siglir til nýrra heima.
Laufskógalaut er ein í hól
upp við kalda stalla.
Skugga bregður, sterk er sól
sumri tekur að halla.
Ströng er leið í Laugaskarð
lífið er haust og vor.
Vex þar fátt við fornan garð
fýkur í gömul spor.
stríð með þunga streyma.
Rastir rísa um skip til sjós
siglir til nýrra heima.
Laufskógalaut er ein í hól
upp við kalda stalla.
Skugga bregður, sterk er sól
sumri tekur að halla.
Ströng er leið í Laugaskarð
lífið er haust og vor.
Vex þar fátt við fornan garð
fýkur í gömul spor.