Skortur á litum
Ef ég væri að skrifa ljóð
Væri ég kannski svolítið göfgaðri
Kannski tækist mér að hnýta saman falleg orð
Mála fallegar myndir
Stundum langar mann frekar að vera bara grófur strigi
Hrjúfir kartöflupokaþræðir

En það er ekki alltaf fallegt að klóra
Stundum langar mann einmitt að vera hrjúfur til að valda einhverjum óþægindum.
Ef mér tækist að valda einhverjum nægilegum óþægindum myndi hann í pirringi sínum semja fallegt ljóð.
Yrði þá ekki allt gott að lokum.
 
Barnabas
1982 - ...


Ljóð eftir Barnabas

Skortur á litum