

Skuggar líða birtu bíða
breiðir nóttin faðm til Agra brátt.
Teygar andinn tóninn stríða
úr turni spámanns í austur átt.
Kyndlar loga í breiðum boga
byrgt er ljós í Mógúlshöll.
Iðuköstin og öldur soga
örlög öll ein boðaföll.
Laufblöð fölna lífs og sölna
í leiftri manns er gleði og sorg.
Bræður berjast illt mun ölna
óttinn dregur vagn sinn hægt um borg.
Kraftur þrotinn þreytt og brotin
þekkir drottning svip á vang.
Ekill dauðans með ljáinn lotinn
leggur að með svartan væng.
Sú er trú um Indlands æðar
er í huga eftir lætur spor.
Höldar finna sterkt til smæðar
ég stend við Ganges einn um vor.
Innst það finnst ef yndi nemur
þá augun blika sem glit á mjöll.
Einn það veit ef ást hann hefur
upp á efstu Himalajafjöll.
breiðir nóttin faðm til Agra brátt.
Teygar andinn tóninn stríða
úr turni spámanns í austur átt.
Kyndlar loga í breiðum boga
byrgt er ljós í Mógúlshöll.
Iðuköstin og öldur soga
örlög öll ein boðaföll.
Laufblöð fölna lífs og sölna
í leiftri manns er gleði og sorg.
Bræður berjast illt mun ölna
óttinn dregur vagn sinn hægt um borg.
Kraftur þrotinn þreytt og brotin
þekkir drottning svip á vang.
Ekill dauðans með ljáinn lotinn
leggur að með svartan væng.
Sú er trú um Indlands æðar
er í huga eftir lætur spor.
Höldar finna sterkt til smæðar
ég stend við Ganges einn um vor.
Innst það finnst ef yndi nemur
þá augun blika sem glit á mjöll.
Einn það veit ef ást hann hefur
upp á efstu Himalajafjöll.