Þeir láta verkin tala
Enginn spurði mig né þig,
það var ekki spurður nokkur kjaftur.
Þeir brugðust heilagri skyldu sinni.
Höfðum við ekki heitið sem herlaus þjóð,
að fara alldrei með ófriði gegn öðrum?
Hvað þá í stríð sem enginn getur unnið.
Hvernig er hægt að frelsa fólk með því,
að sprenga heimili þess og skóla?
Ó, ættingja og vina blóð,
flýtur enn og aftur,
flýtur enn og aftur.

Blóð Busi Dóri Davi
Blóð Busi Dóri Davi
Blóð Busi Dóri Davi
Þeir láta verkin tala.

Þegar græðgin hefur gripið okkur flest,
þá er nú varla von á góðu.
Gæðakapphlaup, gróðavon,
bjargi sér hver sem getur
Skara að sér og sínum sem mest,
við höfum það gott, skítt með rest.
Reglan er ennþá sú sama og áður,
hverjir eru sterkir, hverjir hafa betur.
Siðblindingjar hylltir sem hetjur,
kosnir aftur og aftur,
kosnir aftur og aftur.

Blóð Busi Dóri Davi
Blóð Busi Dóri Davi
Blóð Busi Dóri Davi
Þeir láta verkin tala.

En þegar nánar er að gáð,
og hetjurnar skoðaðar betur,
þá er oft ekki allt sem sýnist.
Stundum þegar sagan er skráð
og af sigurvegurunum færð í letur,
er margt ekki sagt og margt sem týnist.
Það er svo átakanlega sorglegt
og skrítið samt um leið,
hvað við höfum lítið af sögunni lært,
sömu mistökin aftur og aftur,
sömu mistökin aftur og aftur.

Blóð Busi Dóri Davi
Blóð Busi Dóri Davi
Blóð Busi Dóri Davi
Þeir láta verkin tala.

Þeir segjast samt fara að Guðs vilja,
og vera í beinu sambandi við hann,
það þarf að uppræta óvininn og finna.
Og drengur þú verður að skilja,
að það erum við eða þeir.
Því skal nú hvern mann herða.
Ef að þú ert ekki með okkur,
ertu örugglega í liði með þeim.
Ekkert verður eins aftur
Ekkert verður eins aftur

Blóð Busi Dóri Davi
Blóð Busi Dóri Davi
Blóð Busi Dóri Davi
Þeir láta ódæðisverkin verkin tala.
 
Georg Pétur
1965 - ...


Ljóð eftir Georg Pétur

Fláráður
Þeir láta verkin tala