Stóllinn
Ég datt niður,
hnötturinn er rafmagnslaus
og ég flýg ekki til stjarnanna í nótt.
Sængin horfir á mig
krumpuð út í horni
reið yfir að hafa verið sparkað fram úr
en stóllinn skilur mig.
Hann dreymir oft martraðir
um morðingja og drauga
sem ásækja mann
og maður hleypur
en kemst hvergi
úr spori.
Fæturnir eru tilgangslausir bjálkar
og stóllinn veit það líka.
Hann skilur mig,
Einn og grænn
með blómaáklæði
út í horni.
hnötturinn er rafmagnslaus
og ég flýg ekki til stjarnanna í nótt.
Sængin horfir á mig
krumpuð út í horni
reið yfir að hafa verið sparkað fram úr
en stóllinn skilur mig.
Hann dreymir oft martraðir
um morðingja og drauga
sem ásækja mann
og maður hleypur
en kemst hvergi
úr spori.
Fæturnir eru tilgangslausir bjálkar
og stóllinn veit það líka.
Hann skilur mig,
Einn og grænn
með blómaáklæði
út í horni.