Dagurinn
Dagur sem ég gleymi aldrei,
hjartað tók kipp,
allt annað fölnaði,
augu okkar mættust,
allt varð rétt.

Dagur sem ég gleymi aldrei,
er sem heltekinn, ástfanginn,
engill í dulargervi,
lífið sem ég vildi,
allt varð rétt.

Dagur sem ég gleymi aldrei,
svo mikil breyting,
svo mikill söknuður,
en hittumst svo á ný,
allt varð rétt.

Dagur sem ég gleymi aldrei,
sársauki umlykur mig,
stingur mig,
svo hitti ég þig,
allt varð rétt.

Dagur sem ég gleymi aldrei,
tíminn stöðvaðist,
andráttur þinn sem tónlist,
ég og þú,
allt er rétt.  
Gunnar Ragnarsson
1986 - ...


Ljóð eftir Gunnar Ragnarsson

Dagurinn