Kosningaspjall 2007
Sjónvarpsumræðurnar:
Framsókn og Sjálfstæðið forhertir stóðu,
frakkir og töluðu um kaupmátt í blóma.
Hjá öryrkjum sögðu þeir allt vera í góðu
og eldri borgararnir hefðu kjör til sóma.
Afstaða öryrkjans:
Alveg blöskrar mér það sem bullað er,
af bófum þeim er smælingjana plaga.
Ef kjósendurnir gætu tekið mark á mér,
mætti ég kannske vænta betri daga.
Kosningatölur:
Tölur oss sýna að siðlaus er vor þjóð,
Sjálfstæðiskosning eykur ekki hróð.
Féfletting aumingja færst hefur í móð
og fátækragildran, tekur þeim blóð.
Kosningaúrslit:
Illa hnaut Framsóknarflokkurinn,
féllu hjúin Bjartmars og Jón.
Í Ríkisstjórn vill hann þó aftur inn,
eflaust til að vinna meira tjón.
Ríkisstjórnarslit: 17. 5.
Aftur hnaut Framsóknarforinginn,
flæmdur úr Ríkisstjórn burt.
Fréttist að sjálfstæðisforkólfurinn,
falleri nú Sólrúnu með kurt.
Söngur Lævirkjans:
Gibba, gibba, græn eru heyin,
gibba, gibba, ertu ekki fegin?
Gott hefur þótt að vera legin!
Komin á koppinn 22. 5.
Komin er stjórn þó mikið bæri á milli.
Mun vera stærri en þekkst hefur áður.
Skyldi Krataforinn hafa samið af snilli,
og sveltandi aumingi verði eigi hrjáður?
Sáttmálinn óljós:
Telja þeir að gamlingjarnir fái sína fylli
og félaus öryrki verði ei lengur smáður?
Má ætla að óréttinn þeir samstíga stilli
og sturlaður sem áður verði ekki dáður?
Huggun smælingjans:
Ekki get ég aðstoðað með huggunum!
,,Allir eru nú fiskarnir með uggunum!!!”
Framsókn og Sjálfstæðið forhertir stóðu,
frakkir og töluðu um kaupmátt í blóma.
Hjá öryrkjum sögðu þeir allt vera í góðu
og eldri borgararnir hefðu kjör til sóma.
Afstaða öryrkjans:
Alveg blöskrar mér það sem bullað er,
af bófum þeim er smælingjana plaga.
Ef kjósendurnir gætu tekið mark á mér,
mætti ég kannske vænta betri daga.
Kosningatölur:
Tölur oss sýna að siðlaus er vor þjóð,
Sjálfstæðiskosning eykur ekki hróð.
Féfletting aumingja færst hefur í móð
og fátækragildran, tekur þeim blóð.
Kosningaúrslit:
Illa hnaut Framsóknarflokkurinn,
féllu hjúin Bjartmars og Jón.
Í Ríkisstjórn vill hann þó aftur inn,
eflaust til að vinna meira tjón.
Ríkisstjórnarslit: 17. 5.
Aftur hnaut Framsóknarforinginn,
flæmdur úr Ríkisstjórn burt.
Fréttist að sjálfstæðisforkólfurinn,
falleri nú Sólrúnu með kurt.
Söngur Lævirkjans:
Gibba, gibba, græn eru heyin,
gibba, gibba, ertu ekki fegin?
Gott hefur þótt að vera legin!
Komin á koppinn 22. 5.
Komin er stjórn þó mikið bæri á milli.
Mun vera stærri en þekkst hefur áður.
Skyldi Krataforinn hafa samið af snilli,
og sveltandi aumingi verði eigi hrjáður?
Sáttmálinn óljós:
Telja þeir að gamlingjarnir fái sína fylli
og félaus öryrki verði ei lengur smáður?
Má ætla að óréttinn þeir samstíga stilli
og sturlaður sem áður verði ekki dáður?
Huggun smælingjans:
Ekki get ég aðstoðað með huggunum!
,,Allir eru nú fiskarnir með uggunum!!!”