Særingaþula
Það er myrkur í þér
illska sem ekki á að vera hér
Þú varst eitt sinn saklaus sál
sem færð var í hlekki
Nú situr þú í rökkrinu
og eyðir endalausri nótt
í ljóta hrekki
Hræddir eru heimamenn
við framgöngu þína
Birta og von komið til mín
Ljósið skín og myrkrið dvínar
Hér átt þú ekki heima
Hverf þú á braut
og aldrei snúðu við
leggstu til hvílu og sofðu
sofðu vært
sofðu rótt
loksins býður lífið þér góða nótt



 
Ljóðafljóð
1990 - ...


Ljóð eftir Ljóðafljóð

Særingaþula
Draugur
Ægir