

Utan um þína silfruðu virkisveggi
liðast sjórinn eins og silki,
öldurnar sem umlykja þig
eru hermenn hafsins sem bíða
tækifæris til árásar.
Í fjarska faðma skýjabólstrar fögur fjöllin
og þokan læðist niður hlíðarnar
eins og lítill köttur.
Lífið er gott á fögrum sumardegi
á varðskipinu Ægi.
liðast sjórinn eins og silki,
öldurnar sem umlykja þig
eru hermenn hafsins sem bíða
tækifæris til árásar.
Í fjarska faðma skýjabólstrar fögur fjöllin
og þokan læðist niður hlíðarnar
eins og lítill köttur.
Lífið er gott á fögrum sumardegi
á varðskipinu Ægi.
Þetta ljóð samdi ég sumarið 2006, þegar ég var nemi hjá Landhelgisgæslunni á varðskipinu Ægi.