LOKAÐ
Einmanna ég geng í gegnum lífið
og hugsa um þig.
ég velti fyrir mér hvers virði ég er,
hvers virði ég er þér.

Þú kveiktir í mér bál,
bál sem ég hélt að
væri orðið að ösku,
En bálið logaði ekki
lengi með okkur, heldur með mér einni.

Sár mín hylja reiðina í hjarta mínu
því ekki er þetta í fyrsta sinn.
Ég hef því lokað hjarta mínu,
og óvíst er að það opnist aftur.
 
Ellen Lár
1984 - ...


Ljóð eftir Ellen Lár

LOKAÐ
Ástin